Björgvin Halldórsson er fyrsta stjarna íslenskrar tónlistar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Gígja Hilmarsdóttir skrifa 8. júlí 2019 22:26 Fyrsta stjarna íslenskrar tónlistar var afhjúpuðí Hafnarfirði í kvöld. Björgvin Halldórsson hneppti hnossið en athöfnin er hluti af tónlistar- og bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar sem fer fram í vikunni. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Björgvin sagðist hann vera auðmjúkur og þakklátur fyrir þetta. „Mér finnst þetta mjög sérstakt að gerast hérna í mínum heimabæ og aldrei datt mér í hug þegar ég var hér í KFUM að býtta á jesúmyndum og fara svo með hasarblöðin hingað í Bæjarbíó að ég ætti eftir að standa hérna á þessum degi,“ sagði Björgvin. Hann sagði daginn hamingjuríkan og hrósaði starfsmönnum Bæjarbíós og Hafnarfjarðarbæjar.Enginn á stjörnuna meira skilið Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sagði bæjarráð hafa tekið þessari hugmynd rekstraraðila Bæjarbíós fagnandi. Við erum þakklát og ánægð með þetta samstarf á milli bæjarfélagsins og Bæjarbíós. „Það er bara þannig að Bæjarbíó hefur gengið endurnýjun lífdaga eftir svona kannski ekki alveg nógu góð ár undanfarið en nú erum við að sjá fram á það og hefur gert á undanförnum árum, að það er komið líf hérna í bæinn og líf sem við viljum endilega halda í,“ sagði Ágúst Bjarni.Strandgatan verði stjörnuprýdd Þá geta allir Íslenskir tónlistarmenn fengið stjörnu, óháð búsetu. „Það er ekki nauðsynlegt að vera Hafnfirðingur. Við erum að veita stjörnuna fyrir framlag til íslenskrar tónlistar,“ sagði Ágúst. Hann sagði engan eiga stjörnuna meira skilið en Björgvin. „Það er bara ánægjulegt að Björgvin sé Hafnfirðingur og ég veit að honum þykir vænt um bæinn sinn og það er bara mjög ánægjulegt að veita honum fyrstu stjörnuna,“ sagði Ágúst. BÓ hrósaði öðru íslensku tónlistarfólk og benti á þetta væri bara fyrsta stjarnan. „Það á eftir að vera stjörnuprýddur vegur hérna af því við eigum svo mikið af góðu tónlistarfólki og vonandi verða sem flestir hérna ef ekki allir bara,“ sagði Björgvin Halldórsson. Hafnarfjörður Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira
Fyrsta stjarna íslenskrar tónlistar var afhjúpuðí Hafnarfirði í kvöld. Björgvin Halldórsson hneppti hnossið en athöfnin er hluti af tónlistar- og bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar sem fer fram í vikunni. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Björgvin sagðist hann vera auðmjúkur og þakklátur fyrir þetta. „Mér finnst þetta mjög sérstakt að gerast hérna í mínum heimabæ og aldrei datt mér í hug þegar ég var hér í KFUM að býtta á jesúmyndum og fara svo með hasarblöðin hingað í Bæjarbíó að ég ætti eftir að standa hérna á þessum degi,“ sagði Björgvin. Hann sagði daginn hamingjuríkan og hrósaði starfsmönnum Bæjarbíós og Hafnarfjarðarbæjar.Enginn á stjörnuna meira skilið Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar sagði bæjarráð hafa tekið þessari hugmynd rekstraraðila Bæjarbíós fagnandi. Við erum þakklát og ánægð með þetta samstarf á milli bæjarfélagsins og Bæjarbíós. „Það er bara þannig að Bæjarbíó hefur gengið endurnýjun lífdaga eftir svona kannski ekki alveg nógu góð ár undanfarið en nú erum við að sjá fram á það og hefur gert á undanförnum árum, að það er komið líf hérna í bæinn og líf sem við viljum endilega halda í,“ sagði Ágúst Bjarni.Strandgatan verði stjörnuprýdd Þá geta allir Íslenskir tónlistarmenn fengið stjörnu, óháð búsetu. „Það er ekki nauðsynlegt að vera Hafnfirðingur. Við erum að veita stjörnuna fyrir framlag til íslenskrar tónlistar,“ sagði Ágúst. Hann sagði engan eiga stjörnuna meira skilið en Björgvin. „Það er bara ánægjulegt að Björgvin sé Hafnfirðingur og ég veit að honum þykir vænt um bæinn sinn og það er bara mjög ánægjulegt að veita honum fyrstu stjörnuna,“ sagði Ágúst. BÓ hrósaði öðru íslensku tónlistarfólk og benti á þetta væri bara fyrsta stjarnan. „Það á eftir að vera stjörnuprýddur vegur hérna af því við eigum svo mikið af góðu tónlistarfólki og vonandi verða sem flestir hérna ef ekki allir bara,“ sagði Björgvin Halldórsson.
Hafnarfjörður Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira