Innlent

Verði ákærðir fyrir þjófnað úr verslun Bauhaus

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Grunur leikur um að þjófnaður hafi staðið yfir í langan tíma.
Grunur leikur um að þjófnaður hafi staðið yfir í langan tíma. fréttablaðið/pjétur
Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í tilkynningu vegna þjófnaðarmáls sem Fréttablaðið sagði frá að verslunin hafi í vor leitað til lögreglu vegna gruns um að tilteknir menn stunduðu þjófnað úr versluninni.

„Athugun lögreglu á málinu leiddi svo til handtöku þeirra og nokkurra húsleita. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stjórnaði þeirri aðgerð og fer ákæruvaldið nú með meðferð málsins.“

Þá kemur fram að Bauhaus treysti því að málið verði upplýst. „Þá verði þeir aðilar sem áttu í hlut ákærðir vegna brota sinna en félagið varð fyrir umtalsverðu tjóni sökum háttsemi þeirra,“ segir Ásgeir.




Tengdar fréttir

Miklu stolið úr Bauhaus

Grunur leikur á að miklu af vörum hafi verið stolið úr byggingavöruversluninni Bauhaus í Grafarholti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×