Innlent

Hvessir á Suðurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Spennandi verður að sjá hvort brjóstahaldararnir við Brekkukot undir Eyjafjöllum muni fjúka í kvöld.
Spennandi verður að sjá hvort brjóstahaldararnir við Brekkukot undir Eyjafjöllum muni fjúka í kvöld. Vísir/Vilhelm

Ökumenn á Suðurlandi eru varaðir við vindstrengjum sem þar geta myndast með kvöldinu. Þá má rekja til lægðar sem kemur að sunnanverðu landinu síðar í dag og ætla má að vindur geti náð allt að 15 m/s með suðurströndinni og undir Eyjafjöllum. Veðurstofan hvetur því ökumenn á stórum og léttum ökutækjum með aftanívagna að fara varlega og fylgjast með veðrinu.

Annars staðar á landinu verður þó hægari vindur, oftar en ekki á bilinu 3 til 8 m/s. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, en þurrt og bjart norðaustantil.

Hitinn verður svipaður og í gær, á bilinu 10 til 20 stig og verður hlýjast á Norðausturlandi. Ef marka má veðurhorfurnar á landinu næstu daga eru víða 20 gráður í kortunum, rétt eins og úrkoma. Þannig fer að rigna suðvestanlands annað kvöld en skúrir þegar líður á morgundaginn.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 5-10, en 10-15 syðst á landinu. Rigning með köflum um landið sunnanvert, hiti 10 til 15 stig. Þurrt og bjart norðantil með hita að 20 stigum.

Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-10. Bjart með köflum norðan og vestanlands, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 13 til 20 stig. Súld á Suðausturlandi og Austfjörðum og svalara.

Á föstudag og laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað, en úrkomulítið. Hiti 11 til 15 stig. Bjart á köflum á Norður- og Austurlandi og stöku skúrir síðdegis, hiti að 20 stigum.

Á sunnudag:
Sunnanátt með súld og rigningu, en þurrt og hlýtt norðaustantil á landinu.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og minnkandi úrkomu. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.