32 þúsund konur hafa skráð sig í Áfallasögu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 20:00 Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45
Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56
Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08