Lífið

Alexandra og Gylfi njóta lífsins á Maldí­veyjum

Sylvía Hall skrifar
Glæsileg hjón.
Glæsileg hjón. Instagram

Hin nýgiftu hjón Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson gengu í það heilaga síðustu helgi með pompi og prakt. Brúðkaupið var hið glæsilegasta og var athöfnin haldin í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu.
Sjá einnig: Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga

Skemmtikraftar í brúðkaupinu voru ekki af verri endanum en þar má til að mynda nefna bræðurna Friðrik Dór og Jón Jónsson, grínistann Sóla Hólm, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Bríeti og Jökul í Kaleo.

Turtildúfurnar njóta nú lífsins á Maldíveyjum þar sem umhverfið er ekki síðra en við Como-vatn. Alexandra Helga hefur birt myndir frá ferðinni á Instagram þar sem hjónin gera vel við sig og taka því rólega eftir annasaman brúðkaupsundirbúning.

Það væsir ekki um Alexöndru og Gylfa með þetta útsýni. Skjáskot
Morgunmatur í fallegu umhverfi. Skjáskot
Hjónin spóka sig á Maldíveyjum. Skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.