Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Forseti ASÍ segir fjármálaáætlun og -stefnu ríkisins byggja á of veikum grunni þar sem alltaf sé gert ráð fyrir góðæri. Hart hefur verið tekist á um áætlunina á þingi í dag en Samfylkingin vill fá í gegn viðamiklar breytingar á henni. Reynt verður að afgreiða málin í kvöld og ljúka þar með þingstörfum.

Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Rætt verður við Vigdís um málið í kvöldfréttum en hún vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla.

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem hver og einn fer með afmörkuð verkefni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rýnt í nýja græna skatta en með þeim verður hefðbundin urðun á sorpi dýrar. Þessu er ætlað að hvetja fólk til endurvinnslu. Þá  verður rætt við nýkrýndan Reykvíking ársins; Helgu Steffensen sem hefur stjórnað Brúðubílnum í fjörtíu ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×