Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Forseti ASÍ segir fjármálaáætlun og -stefnu ríkisins byggja á of veikum grunni þar sem alltaf sé gert ráð fyrir góðæri. Hart hefur verið tekist á um áætlunina á þingi í dag en Samfylkingin vill fá í gegn viðamiklar breytingar á henni. Reynt verður að afgreiða málin í kvöld og ljúka þar með þingstörfum.

Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. Rætt verður við Vigdís um málið í kvöldfréttum en hún vísar ásökunum á bug og ætlar að leita til dómstóla.

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem hver og einn fer með afmörkuð verkefni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rýnt í nýja græna skatta en með þeim verður hefðbundin urðun á sorpi dýrar. Þessu er ætlað að hvetja fólk til endurvinnslu. Þá  verður rætt við nýkrýndan Reykvíking ársins; Helgu Steffensen sem hefur stjórnað Brúðubílnum í fjörtíu ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.