Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Eiður Þór Árnason skrifar 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tók einnig mið af lögum um hlutverk Landspítala Vilhelm/Fréttablaðið Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti. Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30