Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Eiður Þór Árnason skrifar 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tók einnig mið af lögum um hlutverk Landspítala Vilhelm/Fréttablaðið Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti. Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Landspítalinn braut ekki lög við mat á umsókn sjúklings um fyrirbyggjandi meðferð við HIV. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Málið snerist um ítarleganspurningalista sem einstaklingi bar að svara vegna umsóknar hans um meðferðina. Spurningalistinn innihélt spurningar um kynlíf og kynhegðun umsækjanda. Í kvörtun einstaklingsins til Persónuverndar kemur fram að hann taldi spurningalistann vera mjög persónulegan og að honum bæri ekki að gefa starfsfólki Landspítalans ítarlegar upplýsingar um kynlíf sitt. Kvartandi taldi spurningarnar og ferlið sem hann þurfti að ganga í gegnum til að fá lyfið afhent vera meiðandi. Vegna þessa hafi sá sem um ræðir ákveðið að sleppa því að svara spurningalistanum og fær sökum þessa ekki ávísað lyfinu. Landspítalinn segir í skýringum sínum til Persónuverndar að Lyfjaafgreiðslunefnd hafi sett takmarkanir á ávísun lyfsins og að aðeins sé heimilt að ávísa lyfinu á þá einstaklinga sem séu í raunverulegri hættu á að fá HIV veiruna. Sú áhætta sé metin með spurningalista sem lagður sé fyrir sjúklinga. Segir jafnframt í bréfi Landspítalans að sjúklingar séu upplýstir um þetta verklag áður en spurningalistinn sé lagður fyrir þá og að svörin séu ópersónugreinanleg. Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að umræddur spurningalisti væri notaður til að meta hættu á HIV smiti, svo lengi sem Landspítalinn fylgdi ákvæðum laga um að vinnsla persónuupplýsinga sé viðeigandi og ekki umfram það sem er nauðsynlegt. Einnig var það mat Persónuverndar að vinnsla spítalans fylgi ákvæðum um að slíkar upplýsingar skuli unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Tengdar fréttir Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45 Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Lyfjameðferð við HIV fyrirbyggir smit Ný rannsókn varpar einstöku ljósi á virkni andretróveirulyfja til halda HIV í skefjum og lágmarka líkur á smiti. Lyfin virka, og nú beina vísindamenn sjónum að því að koma öllum HIV-smituðum á lyfin svo stöðva megi hnattrænan faraldur. 4. maí 2019 08:45
Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur. 30. mars 2019 10:30