Menning

Dag­skráin á loka­degi Secret Sol­stice

Sylvía Hall skrifar
Led Zeppelin aðdáendur bíða líklega spenntir eftir kvöldinu.
Led Zeppelin aðdáendur bíða líklega spenntir eftir kvöldinu. Vísir/Getty
Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag og verður boðið upp á troðfulla dagskrá.

Á aðalsviði hátíðarinnar, Valhalla, hefst dagskrá klukkan 15:45 þegar Una Stef stígur á svið. Á eftir henni er það tónlistarkonan Ása, því næst Warmland og svo er það hljómsveitin Vök sem tekur við klukkan 18:15. Klukkan 19:05 er svo komið að Patti Smith og hljómsveit.

Morcheeba og Robert Plant & the Sensational Space Shifters eru síðustu atriði kvöldsins á sviðinu Valhalla.

Á sviðinu í Gimla verður svo sannkölluð rappveisla en dagskrá hefst þar klukkan 15:30. Á meðal þeirra sem koma þar fram eru Ari Árelíus, Kíló, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Joey Christ, Birnir og Flóni.

Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í dag.

Secret SolsticeFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.