Menning

Dag­skráin á loka­degi Secret Sol­stice

Sylvía Hall skrifar
Led Zeppelin aðdáendur bíða líklega spenntir eftir kvöldinu.
Led Zeppelin aðdáendur bíða líklega spenntir eftir kvöldinu. Vísir/Getty

Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag og verður boðið upp á troðfulla dagskrá.

Á aðalsviði hátíðarinnar, Valhalla, hefst dagskrá klukkan 15:45 þegar Una Stef stígur á svið. Á eftir henni er það tónlistarkonan Ása, því næst Warmland og svo er það hljómsveitin Vök sem tekur við klukkan 18:15. Klukkan 19:05 er svo komið að Patti Smith og hljómsveit.

Morcheeba og Robert Plant & the Sensational Space Shifters eru síðustu atriði kvöldsins á sviðinu Valhalla.

Á sviðinu í Gimla verður svo sannkölluð rappveisla en dagskrá hefst þar klukkan 15:30. Á meðal þeirra sem koma þar fram eru Ari Árelíus, Kíló, Birgir Hákon, Logi Pedro, Sturla Atlas, Joey Christ, Birnir og Flóni.

Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í dag.

Secret Solstice


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.