WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:40 Reykjavíkurborg er að verða hjólaborg að sögn ráðgjafa um vistvænar samgöngur. Hann segir borgina vilja ýta undir þróunina. Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull. Reykjavík WOW Air Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull.
Reykjavík WOW Air Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira