Lögreglan hafi gengið of langt í Laugardalnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 14:02 Gæsla á Secret Solstice í fyrra. Fréttablaðið/Þórsteinn Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit. Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Samtök um borgaraleg réttindi gagnrýna framgöngu lögreglu á Secret Solstice í gær. Hún hafi leitað á tónleikagestum án dómsúrskurðar og kunni lögreglan því að vera bótaskyld. Talsmaður samtakanna segir lögregluna fara í manngreiningarálit í fíkniefnamálum, enda sé neyslu að finna í öllum þjóðfélagshópum. Tónleikahátíðinni Secret Solstice var ýtt úr vör í Laugardal í gær. Hátíðin hefur á undanförnum árum verið gagnrýnd af nágrönnum fyrir hljóðmengun og fíknefnaneyslu gesta, sem aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við með margvíslegum hætti. Þannig lýkur dagskránni fyrr en áður auk þess sem fjöldi gæslumanna og lögregluþjóna halda uppi röð og reglu á hátíðarsvæðinu. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, telur lögregluna þó hafa gengið of langt í aðgerðum sínum í gær. Þannig hafi lögregluþjónar, sem nutu liðsinnis fíkefnahunda, krafist þess að leita á fólki ellegar verið vísað af tónleikunum án þess þó að hafa til þess lagaheimild að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur hjá Snarrótinni. „Það þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi til þess að lögreglan megi yfirhöfuð leita á fólki. Neiti einstaklingur að láta leita á sér þarf úrskurð dómara. Þetta er talið til þvingunarúrræða og litið alvarlegum augum. Þetta er mikið inngrip í einkalíf fólks,“ segir Sigrún. Snarrótinni hafi borist fjölda ábendinga eftir gærkvöldið sem nú sé unnið úr. Þannig munu lögmenn Snarrótarinnar bjóða gestum hátíðarinnar sem telja að brotið hafi verið á sér fría lögfræðiaðstoð til að sækja rétt sinn. Sigrún segir enda fullt tilefni til. „Löggjöfin litur á þetta inngrip svo alvarlegum augum að einstaklingur, sem hefur verið beittur þvingunarúrræðum eins og leit, handtöku, líkamsrannsókn eða fangelsun, á rétt á bótum - burtséð frá því hvort talið sé að lögreglan hafi farið út fyrir sitt valdsvið. Þetta er í eðli sínu talið það alvarlegt inngrip.“ Hún segir lögregluna fara manngreiningarálit í þessum efnum. „Lögreglan mætir aðeins á ákveðnar hátíðir með leitarhunda og annað, þrátt fyrir að við vitum að fíkniefnaneyslu sé að finna í öllum þjóðfélagshópum,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hjá Snarrótinni. Lögreglan greindi sjálf frá því í morgun að 18 fíkniefnamál hafi komið upp á hátíðinni. Hún gaf þó ekkert upp um hversu stóra skammta um var að ræða eða hvort efnin hafi fundist við líkamsleit.
Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07