Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna sem býr í heimahúsum í Hveragerði nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og telur augljóst að endurskoða þurfi alla verkferla.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það eru fleiri en í fyrra að sögn aðstoðarkonu forstjóra Landspítalans. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ástand Hagaskóla vera heilsuspillandi vegna myglu. Hún telur að skólastarf muni raskast þar í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar.

Einnig verður rætt við geðlækni sem segir streitu almennt vera að aukast hér á landi og að jafnvel megi tala um streitufaraldur. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Laugardalnum þar sem verið er að taka til eftir Secret Solstice hátíðina. Minni ólæti virðast hafa fylgt hátíðinni í ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.