Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna sem býr í heimahúsum í Hveragerði nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir Hveragerðisbæ fá falleinkunn og telur augljóst að endurskoða þurfi alla verkferla.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það eru fleiri en í fyrra að sögn aðstoðarkonu forstjóra Landspítalans. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ástand Hagaskóla vera heilsuspillandi vegna myglu. Hún telur að skólastarf muni raskast þar í haust verði ekki gripið til aðgerða í sumar.

Einnig verður rætt við geðlækni sem segir streitu almennt vera að aukast hér á landi og að jafnvel megi tala um streitufaraldur. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Laugardalnum þar sem verið er að taka til eftir Secret Solstice hátíðina. Minni ólæti virðast hafa fylgt hátíðinni í ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×