Ógleði og slappleiki í húsnæði Hagaskóla Ari Brynjólfsson skrifar 25. júní 2019 07:00 Í erindum foreldra barna í Hagaskóla til skólans kemur fram að börn þeirra glími við slappleika, stigversnandi höfuðverk og ógleði. Fréttablaðið/Valli Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Nokkur fjöldi nemenda og starfsmanna í Hagaskóla hefur sýnt einkenni í samræmi við heilsuspillandi húsnæði. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra Hagaskóla til skóla- og frístundasviðs borgarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. „Þessir starfsmenn leggja traust sitt á að ég geti fullvissað þá um að húsnæðið sé í lagi. Það get ég ekki gert,“ segir í bréfinu. Segir þar jafnframt að stofurnar hafi „stundum verið rennandi blautar“. Töluvert sé af silfurskottum og skemmdum sem bendi til raka. Segir þar einnig að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og borgarstjóri hafi fengið gögn um ástand skólans fyrir þremur árum. Er í lok bréfsins óskað eftir tímasetningum um hvenær húsnæðið verði lagað. Einum skóla og álmu í öðrum skóla í Reykjavík var lokað í vor eftir að mygla fannst í húsnæðinu. Kom það ekki í ljós við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur svo að taka þurfti sýni og fá úr því skorið hjá Náttúrufræðistofnun.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Engin sýni hafa verið tekin í Hagaskóla í tengslum við myglu. Verkfræðistofan Mannvit mældi of háan koltvísýring í fjórum skólastofum í Hagaskóla í fyrra. Fram kemur í skýrslu Mannvits frá því í apríl síðastliðnum að koltvísýringur sé enn of hár og valdi hausverk og slappleika. Foreldrar barna við skólann hafa margir hverjir sent erindi á skólann þar sem segir að börn hafi fundið fyrir slappleika. „Það er ótvírætt að húsnæðið hefur valdið dóttur minni, […] í 8. […] óþægindum. Í haust, stuttu eftir skólabyrjun, skrifaði ég […] um að henni liði illa í skólastofunni vegna loftleysis. Nú í vor var það enn verra, hún var með höfuðverk oftar en ekki, ógleði og slappleika,“ segir í einu erindanna sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í öðrum kemur fram stigversnandi líðan barna. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur rætt málið á vettvangi borgarstjórnar. Hún segir forgangsröðun borgarinnar hafa verið kolranga í áraraðir. „Það er sífellt farið í vörn þegar þetta berst í tal.“ Í svari frá borginni segir að viðhaldsþörf í grunnskólunum sé uppsöfnuð og afleiðing af efnahagssamdrættinum sem varð eftir hrunið. Nú sé verið að vinna það upp með auknum fjárframlögum til viðhalds. „Ég vorkenni starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Þau fá endalaust af kvörtunum og áköll en þau hafa ekki fjármagn til að takast á við þetta. Þetta er orðið svo stórt,“ segir Kolbrún. „Fyrir utan grey börnin sem þurfa að dúsa þarna. Það kæmi ekki á óvart að við færum að sjá skaðabótamál vegna þessara mála.“ Skólastjórnandi í Hagaskóla, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, segir að þeir hafi lengi talað fyrir daufum eyrum en fyrirhugað sé að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira