Lífið

Hatarabarn komið í heiminn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara. Klemens eignaðist barnið þó ekki með Matthíasi heldur Ronju, kærustu sinni.
Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara. Klemens eignaðist barnið þó ekki með Matthíasi heldur Ronju, kærustu sinni. Vísir/Getty

Kærustuparið Klemens Hannigan, annar söngvari hljómsveitarinnar Hatara, og Ronja Mogensen listakona eignaðist sitt annað barn í gær. Parið greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram en fyrir eiga þau saman aðra dóttur, Valkyrju, sem verður tveggja ára á þessu ári.

„Ég fæddi aðra dóttur, í baðkarið mitt, ein með sjálfri mér (og Klemens),“ skrifaði Ronja í færslu á Instagram og birti með mynd af nýfæddri dótturinni.

 
 
 
View this post on Instagram
Ég fæddi aðra dóttur, í baðkarið mitt, ein með sjálfri mér (og Klemens)
A post shared by Ronja Mogensen (@ronjamog) on

Klemens bauð litlu „krúttmúsina“ sína einnig velkomna í heiminn á Instagram í gær. „Stoltur af öllum þrem konunum mínum algjörar hetjur.“

 
 
 
View this post on Instagram
Velkomin i heiminn littla krút mús, stoltur af öllum þrem konunum mínum, algjörar hetjur
A post shared by klemens (@klemens_a.k.a_post_thong) on

Klemens og Ronja hafa verið saman um nokkurt skeið. Ronja heimsótti kærastann til Tel Aviv í Ísrael þegar hann keppti þar í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí og var þá komin nær átta mánuði á leið.


Tengdar fréttir

Kasólétt en komin út til að styðja Hatara

Ronja Mogensen, kærasta Klemens Hannigan, er komin út til Tel Avív til að sjá undanúrslitin í dag. Hún á að eiga annað barn þeirra eftir rúman mánuð og hlakkar til að eyða frídegi Klemens með honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.