Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2019 12:21 Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Vesturverk. Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. Merkin eru frá árinu 1890. Vatnasvið Eyvindarfjarðarvatns er alfarið á jörð Drangavíkur en nýting vatnasviðs Eyvindarfjarðarár hefur verið sögð ein meginforsenda Hvalárvirkjunar. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma í sveitarstjórninni og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerð yfir Hvalá, byggingar vinnubúða og fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum.Landamerkin samkvæmt þinglýstri landamerkjaskrá frá árinu 1890.Engar vísbendingar séð Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). VesturVerk hefur ýmislegt við kæruna að athuga í tilkynningu til sín í dag. „Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur haft Hvalárvirkjun í undirbúningi hafa engar vísbendingar borist um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem hluti af landeigendum Drangavíkur lýsa í kæru sinni. Sá liður kærunnar kemur því forsvarsmönnum VesturVerks í opna skjöldu og er ekki í samræmi við þau landamerkjabréf sem unnið hefur verið eftir,“ segir í tilkynningunni. „Það sætir furðu að í undirbúnings- og skipulagsferli vegna Hvalárvirkjunar, sem spannar á annan áratug, skuli landeigendur ekki hafa vakið fyrr máls á meintu misræmi í landamerkjaskráningu. Einnig mætti ætla að opinberar eftirlitsstofnanir hefðu bent á slíkt misræmi, sé það fyrir hendi. Þar til bær yfirvöld þurfa nú að skera úr um innihald kærunnar en VesturVerk mun á næstu dögum fara yfir þá nærri 100 liði sem kæran birtir.“ VesturVerk hafi í einu og öllu fylgt þeim lögum og reglum sem gildi um skipulags- og undirbúningsferli mannvirkja á borð við vatnsaflsvirkjanir. Þetta sé bæði langt og strangt ferli en verkefnið hafi á öllum stigum máls verið staðfest af opinberum aðilum, þar á meðal Skipulagsstofnun, og nú síðast með framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu Árneshreppi vegna undirbúningsrannsókna. „Það er umhugsunarvert hvernig umhverfissamtökin Landvernd brugðust umsvifalaust við fréttum gærdagsins af kærumálinu. Í fréttatilkynningu frá samtökunum sem birtist í beinu framhaldi af fréttum um kæruna eru gífuryrðin og ávirðingarnar slíkar að ekki verður hjá því komist að bregðast við. Landvernd eru fjölmenn samtök sem að stórum hluta eru rekin af opinberu fé. Um 27 milljónir króna af skattfé ríkisins runnu til samtakanna árið 2017 og því verður að gera þá kröfu að hófstillingar sé gætt og sannleiksgildi virt í málflutningi samtakanna.“Landamerkin samkvæmt gögnum Hvalárvirkjunar.Alvarlegar ásakanir Landeigendur meirihluta Drangavíkur segja eru afdráttarlausir gagnvart virkjunaráformum. „Hvalárvirkjun er fjárhagslega óábyrg og aðstandendur og stuðningsmenn hennar virða lög, reglur og faglega ferla að vettugi.“ Forsvarsmenn VesturVerks eru ósáttir við þessi orð og viðbrögð Landverndar. „Fyrir utan dylgjur um arðsemi verkefnisins, sem Landvernd hefur engar forsendur til að leggja mat á, er fyrirtækið VesturVerk sakað um að hafa gerst brotlegt við lög og reglur í landinu. Það eru alvarlegar ásakanir. Landvernd hlýtur að þurfa að færa rök fyrir máli sínu og tiltaka hvaða lög, reglur eða faglegir ferlar hafa verið virtir að vettugi í undirbúningi að virkjun Hvalár. Vissulega eru skiptar skoðanir um það með hvaða hætti við Íslendingar högum sambúðinni við náttúru landsins okkar. Sumir vilja nýta, aðrir vilja njóta en þorri landsmanna vill gera hvort tveggja með sjálfbærni að leiðarljósi. Það sýna skoðanakannanir á landsvísu. En í allri þeirri mikilvægu umræðu sem fram fer um þessi mál verður það að vera lágmarkskrafa að satt og rétt sé sagt frá.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. Merkin eru frá árinu 1890. Vatnasvið Eyvindarfjarðarvatns er alfarið á jörð Drangavíkur en nýting vatnasviðs Eyvindarfjarðarár hefur verið sögð ein meginforsenda Hvalárvirkjunar. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. júní síðastliðinn að veita leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Leyfið var samþykkt einróma í sveitarstjórninni og tekur til framkvæmda við vegagerð að og um virkjunarsvæðið, brúargerð yfir Hvalá, byggingar vinnubúða og fráveitu og rannsókna á jarðfræðilegum þáttum.Landamerkin samkvæmt þinglýstri landamerkjaskrá frá árinu 1890.Engar vísbendingar séð Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). VesturVerk hefur ýmislegt við kæruna að athuga í tilkynningu til sín í dag. „Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur haft Hvalárvirkjun í undirbúningi hafa engar vísbendingar borist um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem hluti af landeigendum Drangavíkur lýsa í kæru sinni. Sá liður kærunnar kemur því forsvarsmönnum VesturVerks í opna skjöldu og er ekki í samræmi við þau landamerkjabréf sem unnið hefur verið eftir,“ segir í tilkynningunni. „Það sætir furðu að í undirbúnings- og skipulagsferli vegna Hvalárvirkjunar, sem spannar á annan áratug, skuli landeigendur ekki hafa vakið fyrr máls á meintu misræmi í landamerkjaskráningu. Einnig mætti ætla að opinberar eftirlitsstofnanir hefðu bent á slíkt misræmi, sé það fyrir hendi. Þar til bær yfirvöld þurfa nú að skera úr um innihald kærunnar en VesturVerk mun á næstu dögum fara yfir þá nærri 100 liði sem kæran birtir.“ VesturVerk hafi í einu og öllu fylgt þeim lögum og reglum sem gildi um skipulags- og undirbúningsferli mannvirkja á borð við vatnsaflsvirkjanir. Þetta sé bæði langt og strangt ferli en verkefnið hafi á öllum stigum máls verið staðfest af opinberum aðilum, þar á meðal Skipulagsstofnun, og nú síðast með framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu Árneshreppi vegna undirbúningsrannsókna. „Það er umhugsunarvert hvernig umhverfissamtökin Landvernd brugðust umsvifalaust við fréttum gærdagsins af kærumálinu. Í fréttatilkynningu frá samtökunum sem birtist í beinu framhaldi af fréttum um kæruna eru gífuryrðin og ávirðingarnar slíkar að ekki verður hjá því komist að bregðast við. Landvernd eru fjölmenn samtök sem að stórum hluta eru rekin af opinberu fé. Um 27 milljónir króna af skattfé ríkisins runnu til samtakanna árið 2017 og því verður að gera þá kröfu að hófstillingar sé gætt og sannleiksgildi virt í málflutningi samtakanna.“Landamerkin samkvæmt gögnum Hvalárvirkjunar.Alvarlegar ásakanir Landeigendur meirihluta Drangavíkur segja eru afdráttarlausir gagnvart virkjunaráformum. „Hvalárvirkjun er fjárhagslega óábyrg og aðstandendur og stuðningsmenn hennar virða lög, reglur og faglega ferla að vettugi.“ Forsvarsmenn VesturVerks eru ósáttir við þessi orð og viðbrögð Landverndar. „Fyrir utan dylgjur um arðsemi verkefnisins, sem Landvernd hefur engar forsendur til að leggja mat á, er fyrirtækið VesturVerk sakað um að hafa gerst brotlegt við lög og reglur í landinu. Það eru alvarlegar ásakanir. Landvernd hlýtur að þurfa að færa rök fyrir máli sínu og tiltaka hvaða lög, reglur eða faglegir ferlar hafa verið virtir að vettugi í undirbúningi að virkjun Hvalár. Vissulega eru skiptar skoðanir um það með hvaða hætti við Íslendingar högum sambúðinni við náttúru landsins okkar. Sumir vilja nýta, aðrir vilja njóta en þorri landsmanna vill gera hvort tveggja með sjálfbærni að leiðarljósi. Það sýna skoðanakannanir á landsvísu. En í allri þeirri mikilvægu umræðu sem fram fer um þessi mál verður það að vera lágmarkskrafa að satt og rétt sé sagt frá.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira