Lífið

Schwarzenegger reyndi að plata bílakaupendur upp úr skónum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gervið er ekkert sérstaklega gott.
Gervið er ekkert sérstaklega gott. Mynd/Skjáskot.

Bandaríski leikarinn og ríkisstjórinn fyrrverandi Arnold Schwarzenegger tekur nú þátt í auglýsingaherferð sem ætluð er til þess að hvetja bílakaupendur í Kaliforníu-ríki til þess að fjárfesta í rafbílum í staðinn fyrir bensínháka. Leikarinn þóttist vera bílasali og reyndi hann að fá viðskiptavini til þess að hætta við að kaupa rafbíla.

Innslagið er ádeila enda er Schwarzenegger frekar illa dulbúinn í myndbandinu. Sem merki um það fór fyrsti viðskiptavinurinn að skellihlæja þegar hann sá Schwarzenegger koma aðvífandi í dulbúningi.

En líkt og sjá má í myndbandinu virðist fjöldi viðskiptavina ekki hafa áttað sig á því að þau væru að skipta við Schwarzenegger í dulargervi. Sjá má hvernig nokkrir þeirra verða pirraðri og pirraðri á því að Schwarzenegger reyni að selja þeim bensínbíla þegar ætlunin hafi verið að skoða rafbíla.

„Get ég fengið sölustjórann hingað,“ segja eldri hjón sem virðast hafa enga þolinmæði fyrir látunum í Schwarzenegger en myndbandið allt má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.