Lífið

Schwarzenegger reyndi að plata bílakaupendur upp úr skónum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gervið er ekkert sérstaklega gott.
Gervið er ekkert sérstaklega gott. Mynd/Skjáskot.
Bandaríski leikarinn og ríkisstjórinn fyrrverandi Arnold Schwarzenegger tekur nú þátt í auglýsingaherferð sem ætluð er til þess að hvetja bílakaupendur í Kaliforníu-ríki til þess að fjárfesta í rafbílum í staðinn fyrir bensínháka. Leikarinn þóttist vera bílasali og reyndi hann að fá viðskiptavini til þess að hætta við að kaupa rafbíla.

Innslagið er ádeila enda er Schwarzenegger frekar illa dulbúinn í myndbandinu. Sem merki um það fór fyrsti viðskiptavinurinn að skellihlæja þegar hann sá Schwarzenegger koma aðvífandi í dulbúningi.

En líkt og sjá má í myndbandinu virðist fjöldi viðskiptavina ekki hafa áttað sig á því að þau væru að skipta við Schwarzenegger í dulargervi. Sjá má hvernig nokkrir þeirra verða pirraðri og pirraðri á því að Schwarzenegger reyni að selja þeim bensínbíla þegar ætlunin hafi verið að skoða rafbíla.

„Get ég fengið sölustjórann hingað,“ segja eldri hjón sem virðast hafa enga þolinmæði fyrir látunum í Schwarzenegger en myndbandið allt má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×