Lífið

Kýrnar hópuðust að til þess að hlýða á fagra saxafóntóna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kýrnar voru afar áhugasamar um tónsnilli mannsins.
Kýrnar voru afar áhugasamar um tónsnilli mannsins. Twitter
Skemmtilegt myndband gengur nú um á netinu sem sýnir mann, sem er nýnemi á sviði saxafóntónlistar, leika í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur. Það er þó ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að áhorfendurnir voru ekki mennskir.

Áhorfendaskarinn samanstóð af beljum, en maðurinn hafði ferðast að engi þar sem kýrnar halda til, með það fyrir augum að leyfa þeim að njóta hinnar dýrðlegu tóna sem þetta undurfagra verkfæri djasstónlistarinnar hefur upp á að bjóða.





Twitter-notandinn @erinherrmann deildi myndbandinu sem hún segir vera af föður sínum.

Athygli vekur að þegar maðurinn tekur að blása í fóninn eru kýrnar dreifðar vítt og breitt um engið stóra, en dragast eins og dáleiddar að tónlistinni uns þær standa allar andspænis tónlistarmanninum, sem lét þó engan bilbug á sér finna heldur spilaði af mikilli snilli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×