„Svona gerir maður ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 19:30 Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira