Fótbolti

Þrumur og eldingar þegar Svíþjóð vann Síle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svíar fara vel af stað á HM.
Svíar fara vel af stað á HM. vísir/getty

Svíþjóð vann Síle, 0-2, í Rennes í F-riðli á HM kvenna í dag.

Hlé var gert á leiknum í seinni hálfleik vegna þrumuveðurs. Þá var 71 mínúta liðin af leiknum og staðan markalaus.


Eftir 40 mínútna hlé hófst leikurinn að nýju. Á 82. mínútu braut Kosovare Asllani ísinn fyrir Svía. Hún þrumaði boltanum þá upp í þaknetið eftir barning í vítateignum. Þetta var 33. mark hennar fyrir sænska landsliðið.

Í uppbótartíma bætti varamaðurinn Madelen Janogy öðru marki við eftir flottan einleik og gulltryggði sigur Svía.

Svíþjóð var miklu sterkari í leiknum, átti 24 skot gegn fimm og var 69% með boltann.

Þetta var fyrsti leikur Síle á heimsmeistaramóti frá upphafi. Næsti leikur liðsins er gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna í París á sunnudaginn. Svíþjóð mætir Tælandi í Nice á sama dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.