Fótbolti

Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var glaður Ragnar Sigurðsson sem mætti í viðtöl eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld en Ragnar skoraði bæði mörk Íslands í kvöld.„Það er alltaf gaman að skora fyrir liðið. Þetta hefur aldrei gerst áður að ég skora tvö mörk í einum leik með landsliðinu þannig að þetta er bara gaman,“ sagði Ragnar við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok.Strákarnir virkuðu mjög gíraðir í kvöld en afhverju voru drengirnir svona vel mótiveraðir í kvöld?„Við vissum nákvæmlega hvað við þurftum að gera. Við vorum agaðir og erum með tak á Tyrkjunum. Gameplanið gekk alveg upp.“„Það er erfitt að fá á sig mark og við þurftum að halda haus út fyrri hálfleik. Síðan eru síðustu mínúturnar alltaf erfiðar í svona leikjum en við erum orðnir góðir í að klára svona leiki.“Ragnar segir að sigrarnir tveir hefðu verið lífsnauðsynlegir fyrir íslenska liðið í baráttunni um sæti á EM 2020.„Það var alveg nauðsynlegt. Þetta voru tveir skyldusigrar. Hefðum við ekki unnið þá, þá þyrftum við að elta svo þetta var alveg crucial.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.