Innlent

Höfðu afskipti af meðvitundarlausum manni við Elliðaár

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um meðvitundarlausan mann við Árbæjarstíflu í Elliðaárdal. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var ofurölvi og hugsanlega undir áhrifum fíkniefna.

Eftir skoðun áhafnar sjúkrabíls var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands síns.

Þá hafði lögreglan afskipti af alls sex ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra reyndust án akstursréttinda og sá þriðji ók á 112 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er aðeins 80 kílómetrar á klukkustund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.