Innlent

Húsið í Fossvogi rifið

Birgir Olgeirsson skrifar
Unnið er að því að rífa húsið í Fossvogi sem brann í nótt.
Unnið er að því að rífa húsið í Fossvogi sem brann í nótt. Vísir/Vilhelm

Eiginlegu slökkvistarfi er lokið vegna brunans í yfirgefnu húsi í Fossvogi í nótt. Unnið er að því að rífa húsið og standa slökkviliðsmenn vörð á meðan ef ske kynni að eldur kæmi aftur.

Slökkviliðsmenn fengu útkall um svartan reyk sem lagði yfir Fossvog um klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt. Slökkviliðsmenn af einni stöð voru sendir á vettvang en þegar þangað var komið var allt tiltækt slökkvilið kallað út því eldurinn var mun meiri en búist var við. Var mikið bál austan megin í húsinu og einnig í skemmu þar sem var að finna mikið af munum.

Slökkvistarf var fremur strembið að sögn varðstjóra sem segir að erfitt hafi verið að komast að eldinum. Reykkafarar voru sendir inn í húsið til að ganga úr skugga um að enginn væri innandyra. Eftir skoðun reykkafara reyndist húsið mannlaust. Eldsupptök liggja ekki fyrir þegar þetta er ritað en greint var frá því í morgun að ekki væri hægt að útiloka íkveikju.  

Varðstjóri á vettvangi sagði húsið yfirgefið en eitthvað af fólki hefði hafst þar við og safnað saman munum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.