Lífið

Grillfeðurnir kenna listina á bakvið grillaða pizzu

Andri Eysteinsson skrifar
Hjalti Vignis þeytir deiginu í loftið eins og sannur pizzaiolo.
Hjalti Vignis þeytir deiginu í loftið eins og sannur pizzaiolo. Stöð2/Ísland í Dag
Grillmeistararnir, Arnar Sigurðsson og Hjalti Vignis sem eru betur þekktir undir nafninu Grillfeðurnir, hafa vakið athygli fyrir grillfærni sína á samfélagsmiðlum.

Hjalti og Arnar tóku það að sér að sýna Völu Matt réttu handtökin þegar pizza skal grilluð og var sýnt frá herlegheitunum í Íslandi í dag. Hjalti og Arnar grilluðu ekki bara venjulegar pizzur heldur skelltu þeir líka í s‘mores eftirrétt sem og súkkulaðipizzu.

En hver er galdurinn að baki góðri grillaðri pizzu?

„Þú þarft pizzastein og grillofn, það er nánast hægt að gera þetta á hvaða grilli sem er. Á meðan þú nærð nægum hita, 300°C til 350°C hita, þá ertu með allt sem þarf,“ segir Hjalti. Grillfeðurnir eru sammála um að skemmtilegra sé að nota kol til verksins þó það virki einnig að nota gas. Þá segja þeir hægt að koma fyrir viðarkubbum í grillinu til þess að breyta grillinu algjörlega í lítinn eldofn eins og finnast á pizzastöðum.

Þá segja þeir Grillfeður að mikilvægt sé að hafa smá bil á milli grillgrindarinnar og pizzasteinsins, að hafa ekki bil getur sloppið á litlu gasgrilli en segja þeir stillingar þá skipta máli. Ástæðan fyrir þessu bili er sú að sé steinninn settur beint á grillið getur hann ofhitnað og brennur þá botninn. Með bilinu dreifist hitinn betur um grillið.

Pizzur Grillfeðra eru gerðar frá grunni bæði deigið og sósan. Finna má uppskriftir Grillfeðranna á Facebook síðu þeirra. En innslag Völu Matt og Grillfeðra í Íslandi í Dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×