Innlent

Kjaradeilu flugfreyja og Air Iceland Connect vísað til ríkissáttasemjara

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. vísir/ernir
Kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Air Iceland Connect hefur verið vísað til Ríkissáttasemjara. Samningar hafa verið lausir frá áramótum en Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir viðræður hafa gengið átgætlega framan af og samningsaðila hist reglulega og fundað.Í gær, eftir rúma fimm mánuði af samningaviðræðum, hafi samninganefnd hins vegar ákveðið að ekki yrði frekari hreyfing á viðræðum nema með aðkomu ríkissáttasemjara.„Kröfur okkar eru bara í takt við lífskjarasamninginn. Samningar hafa verið lausir síðan um áramót og samningsaðilar hafa fundað reglulega síðan. En það er ekki farið að sjá til lands þrátt fyrir að það séu rúmir fimm mánuðir liðnir þannig að samninganefndin taldi að lengra yrði ekki komist án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu.Berglind gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari muni boða samninganefndir til fundar á næstu dögum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.