Lífið

Segir Bradl­ey Cooper og Lady Gaga eiga ein­stakt sam­band

Sylvía Hall skrifar
Margir netverjar halda í þá von að Bradley Cooper og Lady Gaga taki saman.
Margir netverjar halda í þá von að Bradley Cooper og Lady Gaga taki saman. Vísir/Getty
Sambandsslit Bradley Cooper og fyrirsætunnar Irinu Shayk vöktu mikla athygli nú á dögunum. Fregnir af sambandsslitum þeirra bárust fjórum mánuðum eftir að greint var frá því að Lady Gaga hefði slitið trúlofun sinni við unnusta sinn Christian Carino.Cooper og Lady Gaga léku saman í myndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári. Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna og vann verðlaun fyrir besta lagið Shallow sem Cooper og Lady Gaga sungu saman.Samband þeirra vakti mikla athygli í kjölfar útgáfu myndarinnar þar sem þau kepptust við að lofa hvort annað í viðtölum. Umtalið náði nýjum hæðum eftir atriði þeirra á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri þar sem netverjar voru dolfallnir yfir hversu vel þau náðu saman á sviðinu.

Heimildarmaður People staðfestir að þau eigi einstakt samband. Cooper tengist henni sterkum vinaböndum og þau nái ótrúlega vel saman. Það sé þó of snemmt til að segja til um hvort sambandið þróist út í ástarsamband. Þá segir hann sögusagnir um ástarsamband þeirra á milli ekki hafa hjálpað hjónabandi hans, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið hann þurfti að ferðast í tengslum við myndina og kynningarherferð hennar. „Eftir verðlaunahátíðatímabilið hægði Cooper á sér til þess að einbeita sér að fjölskyldunni og eyddi hverjum degi með þeim,“ segir heimildarmaðurinn en Cooper og Shayk eiga hina tveggja ára gömlu Leu De Seine saman. Þau hafi þó ekki eytt miklum tíma saman stuttu áður en þau ákváðu að skilja. „[Irina] er ekki að einbeita sér að því að vera stjarna eða frægðinni, hún vill bara vernda fjölskylduna sína. Bradley vinnur mjög mikið og er að reyna að nýta sér öll atvinnutækifæri akkúrat núna.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.