Lífið

Ný ABBA lög væntanleg í nóvember

Andri Eysteinsson skrifar
Abba ætla að veðja á þrjú lög í nóvember.
Abba ætla að veðja á þrjú lög í nóvember. Getty/Anwar Hussein

Sænska hljómsveitin ABBA vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist sem gefin verður í byrjun nóvember, frá þessu greindi Björn Ulvaeus, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar í viðtali við morgunþáttinn Good Morning Britain en Metro greinir frá.

„Að vera fjögur saman í hljóðverinu aftur, það var stórkostleg upplifun,“ sagði Ulvaeus sem var einn fjögurra meðlima ásamt Benny Anderson, Anni-Frid Lyngstad og Agnethu Fältskog.

ABBA hefur ekki gefið út plötu síðan árið 1982 þegar The Visitors kom út, sama ár hætti hljómsveitin í raun störfum. 2018 tók hljómsveitin aftur saman og tilkynntu að unnið væri að tveimur lögum.

Í viðtalinu í GMB sagði Ulvaeus einnig að orðrómar um þriðju Mamma Mia myndina væru einmitt ekkert nema orðrómar. Því er ólíklegt að heyra söngva ABBA á suðrænum slóðum aftur, í bili allavega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.