Ljóst að sjúkdómsvaldandi bakteríur finnist ekki bara í útlenda kjötinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2019 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“ Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eiturmyndandi E. Coli-baktería fannst í fjölmörgum sýnum af íslensku kjöti í fyrra. Sóttvarnalæknir segir nú ljóst að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Greint var frá niðurstöðum ítarlegrar skimunar Matvælastofnunar í gær en um er að ræða STEC-afbrigði af bakteríunni, sem fannst í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti. Í sextán prósentum tilvika fannst lifandi baktería sem bar eiturefni. Þá fannst bakterían í um ellefu prósent sýna sem tekin voru af íslensku nautakjöti.Sjá einnig: Sigmundur Davíð með frumlegasta nestið á Alþingi Alls voru tekin 600 sýni af kjöti á tímabilinu mars til desember í fyrra. Markmiðið var að kanna stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á markaði en STEC-bakterían getur valdið alvarlegum veikindum í fólki.Tekin voru 600 sýni af kjöti hér á landi, bæði innlendu og erlendu, í fyrra.Vísir/GettyÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort niðurstöður Matvælastofnunar teljist áhyggjuefni, sem betur fer hafi fáar sýkingar af völdum bakteríunnar greinst hér á landi. Þá sé enn ekki ljóst hvað niðurstöðurnar nákvæmlega þýði en áhugavert sé að líta á þær í ljósi neikvæðrar umræðu um erlent kjöt og sýkingarhættu af því. „Þetta sýnir fram á það að íslensk framleiðsla er nú ekki alveg hrein af, hvorki ónæmum bakteríum né svona sjúkdómsvaldandi bakteríum, en hvort að það þýðir að einhver vandamál séu í aðsigi, það er erfiðara að segja til um það.“Sjá einnig: Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðannaÞá segir Þórólfur að fara eigi varlega í að túlka það sem svo að meiri hætta stafi af innfluttu, erlendu kjöti en íslenskri framleiðslu, sérstaklega vegna þess að rannsóknir þess efnis hafi ekki legið fyrir. „En það kemur þó í ljós að ónæmar bakteríur eru líka í íslenskri framleiðslu þó að það sé í minni mæli en í erlendri framleiðslu.“
Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15 Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hafnar ásökunum um tvískinnung vegna innflutnings á kjöti Forstjóri Sláturfélags Suðurlands hafnar alfarið málflutningi Félags atvinnurekenda um að það felist tvískinnungur í að flytja inn kjöt og vara við innflutningi. 15. maí 2019 07:15
Steikin má vera rauð að innan Gen af E.coli bakteríunni fannst í þriðjungi sýna sem tekin voru af íslensku lambakjöti í fyrra. 13. júní 2019 09:11
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30