„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 14. júní 2019 12:04 Frá fundi formanna flokkanna á Alþingi síðdegis í gær. Samkomulag náðist á milli stjórnarmeirihlutans og fjögurra stjórnarandstöðuflokka en enn er ósamið við Miðflokkinn. vísir/frikki þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. Hann segir í samtali við Vísi að samkomulag hafi legið fyrir og menn voru byrjaðir að skrifa undir það þegar eitthvað mun hafa komið upp innan Sjálfstæðisflokksins, eins og Sigmundur orðar það. Hann segist eftir að fá nánari skýringar á því hvað það hafi verið. Spurður út í það að orðalagið samkomulaginu væri opið og vantraust ríki í garð Miðflokksins segist hann halda að málið hafi snúist um orðalag varðandi yfirferð á þriðja orkupakkanum á síðsumarþingi og með hvaða hætti það yrði gert.Sjá einnig: Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulaginu Í samkomulaginu var kveðið á um að fimm manna sérfræðinganefnd myndi koma að málinu. Miðflokkurinn gerði kröfu um nefndina og segir Sigmundur að hana hafi átt að skipa í samráði við alla flokka.En þetta lagðist ekki vel í aðra hérna? „Einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eða einhver þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist hafa gert athugasemdir við það,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort það komi til greina af hálfu Miðflokksins að hverfa frá kröfunni um sérfræðinganefndina segir Sigmundur: „Ég á enn eftir að fá á hreint hver afstaða Sjálfstæðisflokksins í raun er því þetta kom öllum á óvart. Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað. Þannig að ég ætla að byrja á að reyna að átta mig betur á því.“Sigmundur Davíð í pontu í þingsal í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, horfir á hann sposk á svip.vísir/vilhelmEkki meiningin að hnýta í forsætisráðherra Það vakti töluverða athygli í gær þegar fregnir bárust af því í gærkvöldi að Miðflokkurinn hefði krafist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Spurður hvers vegna sú krafa hefði verið sett fram segir Sigmundur að það hafi ekki snúið að því að taka málið af dagskrá heldur því að ekki væri verið að bæta inn nýjum málum eftir að viðræður hófust. „Þetta er auðvitað rosa stórt mál með stórar spurningar sem að hinir ýmsu aðilar hafa vakið athygli á að þurfi að skoða betur þannig að okkur þótti svolítið skrýtið að ætla að skella þessu máli inn svona á lokasprettinum og klára það á einum eða tveimur dögum,“ segir Sigmundur.En er þetta ekki eitthvað mál sem hefur alltaf legið fyrir? „Það eru auðvitað mörg mál sem ríkisstjórnin hefði óskað sér að klára og voru ekki komin inn þegar menn fóru að ræða þinglokin þannig að þetta snerist nú kannski fyrst og fremst um það. En gott og vel, þau voru greinilega mjög spennt að fá þetta mál í gegn, allavega einhverjir, þótt mér skiljist að í Sjálfstæðisflokknum séu kannski ekki allir sáttir við þetta. En þá fara þau bara yfir það og bera ábyrgð á því.“ Aðspurður hvort Miðflokkurinn sé á móti frumvarpinu segir Sigmundur að heilbrigðisstéttir hafi bent á það að ýmislegt í frumvarpinu þurfi að laga og vonandi gefist tími til þess. Þá segir hann alls ekki verið að hnýta í Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, með þessu en hún leggur frumvarpið fram. „Við höfum enga ástæðu til að hnýta neitt sérstaklega í hana og samskipti okkar um þinglokin gengið alveg þokkalega og ég taldi mig vera búinn að semja við hana á sínum tíma og svo aftur núna í gær en við sjáum hvort við náum að klára þetta í þriðju tilraun.“Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Allir sáttir um þinglok nema Miðflokkurinn Miðflokkurinn stendur einn utan samkomulags ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um þinglok. Hann vill fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans og frumvarps um innflutning á ófrosnu kjöti. 13. júní 2019 18:48 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. Hann segir í samtali við Vísi að samkomulag hafi legið fyrir og menn voru byrjaðir að skrifa undir það þegar eitthvað mun hafa komið upp innan Sjálfstæðisflokksins, eins og Sigmundur orðar það. Hann segist eftir að fá nánari skýringar á því hvað það hafi verið. Spurður út í það að orðalagið samkomulaginu væri opið og vantraust ríki í garð Miðflokksins segist hann halda að málið hafi snúist um orðalag varðandi yfirferð á þriðja orkupakkanum á síðsumarþingi og með hvaða hætti það yrði gert.Sjá einnig: Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulaginu Í samkomulaginu var kveðið á um að fimm manna sérfræðinganefnd myndi koma að málinu. Miðflokkurinn gerði kröfu um nefndina og segir Sigmundur að hana hafi átt að skipa í samráði við alla flokka.En þetta lagðist ekki vel í aðra hérna? „Einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eða einhver þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist hafa gert athugasemdir við það,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort það komi til greina af hálfu Miðflokksins að hverfa frá kröfunni um sérfræðinganefndina segir Sigmundur: „Ég á enn eftir að fá á hreint hver afstaða Sjálfstæðisflokksins í raun er því þetta kom öllum á óvart. Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað. Þannig að ég ætla að byrja á að reyna að átta mig betur á því.“Sigmundur Davíð í pontu í þingsal í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, horfir á hann sposk á svip.vísir/vilhelmEkki meiningin að hnýta í forsætisráðherra Það vakti töluverða athygli í gær þegar fregnir bárust af því í gærkvöldi að Miðflokkurinn hefði krafist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Spurður hvers vegna sú krafa hefði verið sett fram segir Sigmundur að það hafi ekki snúið að því að taka málið af dagskrá heldur því að ekki væri verið að bæta inn nýjum málum eftir að viðræður hófust. „Þetta er auðvitað rosa stórt mál með stórar spurningar sem að hinir ýmsu aðilar hafa vakið athygli á að þurfi að skoða betur þannig að okkur þótti svolítið skrýtið að ætla að skella þessu máli inn svona á lokasprettinum og klára það á einum eða tveimur dögum,“ segir Sigmundur.En er þetta ekki eitthvað mál sem hefur alltaf legið fyrir? „Það eru auðvitað mörg mál sem ríkisstjórnin hefði óskað sér að klára og voru ekki komin inn þegar menn fóru að ræða þinglokin þannig að þetta snerist nú kannski fyrst og fremst um það. En gott og vel, þau voru greinilega mjög spennt að fá þetta mál í gegn, allavega einhverjir, þótt mér skiljist að í Sjálfstæðisflokknum séu kannski ekki allir sáttir við þetta. En þá fara þau bara yfir það og bera ábyrgð á því.“ Aðspurður hvort Miðflokkurinn sé á móti frumvarpinu segir Sigmundur að heilbrigðisstéttir hafi bent á það að ýmislegt í frumvarpinu þurfi að laga og vonandi gefist tími til þess. Þá segir hann alls ekki verið að hnýta í Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, með þessu en hún leggur frumvarpið fram. „Við höfum enga ástæðu til að hnýta neitt sérstaklega í hana og samskipti okkar um þinglokin gengið alveg þokkalega og ég taldi mig vera búinn að semja við hana á sínum tíma og svo aftur núna í gær en við sjáum hvort við náum að klára þetta í þriðju tilraun.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Allir sáttir um þinglok nema Miðflokkurinn Miðflokkurinn stendur einn utan samkomulags ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um þinglok. Hann vill fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans og frumvarps um innflutning á ófrosnu kjöti. 13. júní 2019 18:48 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Allir sáttir um þinglok nema Miðflokkurinn Miðflokkurinn stendur einn utan samkomulags ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um þinglok. Hann vill fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans og frumvarps um innflutning á ófrosnu kjöti. 13. júní 2019 18:48
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53