Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2019 10:53 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Alþingishúsinu í morgun. vísir/vilhelm Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. Þingflokkurinn gerði athugasemdir við orðalag í samkomulaginu, eða því sem einnig hefur verið kallað drög að samkomulagi samkvæmt heimildum Vísis, og vildi gera breytingar þannig að samkomulagið yrði skýrara og fastar neglt niður. Þar sem ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi við Miðflokkinn er því allt óljóst með þinglok. Í gær sömdu ríkisstjórnarflokkarnir og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sín á milli um hvernig ljúka skal þingi og átti að semja við Miðflokkinn sérstaklega. Síðdegis í gær var greint frá því að það samkomulag myndi fela í sér síðsumarþing þar sem orkupakkinn yrði ræddur sérstaklega. Þá átti einnig að semja um frumvarp sem snýr að innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess síðan að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá. Samkomulagið sem náðist í gærkvöldi sneri þó ekki í neinu leyti að því heldur að þriðja orkupakkanum og hráa kjötinu samkvæmt heimildum Vísis. Engu að síður hafa nýjar kröfur Miðflokksins í samningaviðræðum um þinglok gert það að verkum að vantraust ríkir í garð flokksins í röðum Sjálfstæðismanna og að þeir muni standa við samkomulag ef og þegar það liggur fyrir. Fundur hófst á Alþingi núna klukkan 10:30 og var þá frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð tekið af dagskrá í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar við Pírata, Viðreisn, Samfylkinguna og Flokk fólksins. Þá funduðu þingflokksformenn klukkan 10:15 þar sem farið var yfir dagskrá þingfundar. Fastlega má búast við því að reynt verði aftur að semja um þinglok í dag en með samningum við stjórnarandstöðuna í gær, í sitthvoru lagi, var stefnt að því að ljúka þingi á morgun. Það verður að teljast ólíklegt eftir atburði gærkvöldsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan hörfar undan vindi og vætu á morgun Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Sjá meira
Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14