Innlent

Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda

Sighvatur Jónsson skrifar
Um 600 sumarbústaðir eru í Skorradal.
Um 600 sumarbústaðir eru í Skorradal. Vísir/Bjarni

Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi.

Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins; í Borgarnesi, Hvanneyri, Reykholti og á Bifröst.

Þórður Sigurðsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, segir í samtali við fréttastofu að æfingin hefjist klukkan 19.30, hún nái hámarki í Skorradal um klukkustund síðar.

Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna

Vegna hættu á gróðureldum í sumarhúsabyggðinni í Skorradal verður bakvakt hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður þyrlan TF-LÍF ekki notuð á æfingunni í kvöld en ef til útkalls kæmi er þyrlan og svokölluð vatnsskjóla til taks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.