Lífið

Heiðrún Lind selur hæðina í Laugardalnum

Andri Eysteinsson skrifar
Ásett verð eignarinnar er 67.900.000 kr.
Ásett verð eignarinnar er 67.900.000 kr.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur ákveðið að setja glæsilega sérhæð sína í Laugadalnum á sölu en ásett verð er 67.900.000 kr.

Um er að ræða fallega 124,1 fermetra eign í botnlanga í fallegu umhverfi í nágrenni við Laugardalinn. Hæðin er með sérinngang og sérbílastæði sem rúmar tvo bíla en Mbl greindi fyrst frá.

Á hæðinni eru 4 herbergi og 2 baðherbergi en húsið er byggt árið 1957 og er stutta fjarlægð frá grunnskólum og matvörubúðum.

Eignin er á fallegum stað í borginni.
Eldhúsið er fallegt líkt og annað á hæðinni.
Ljósir tónar eru ráðandi í eigninni.
Það liggur í augum uppi að Heiðrún hefur komið sér vel fyrir í Laugardalnum.
Fínasta baðherbergi
Virkilega huggulegt barnaherbergi


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.