Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út að Langjökli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Viðbragðsaðilar voru nýkomnir á vettvang um klukkan hálf þrjú.
Viðbragðsaðilar voru nýkomnir á vettvang um klukkan hálf þrjú. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Langjökli á þriðja tímanum í dag og flutti þaðan einn einstakling á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi kom viðbragðsteymi frá Flúðum á vettvang um klukkan hálf þrjú en útkallið barst vegna veikinda.

Ekki fengust upplýsingar um það hvort um ferðamann hafi verið að ræða en viðkomandi var á ferð við jökulinn ásamt hópi fólks, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.