Innlent

Kröfu um ógildingu leyfis til sjókvíaeldis í Dýrafirði hafnað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í niðurstöðu nefndarinnar segir að útgáfa leyfisins fari ekki gegn markmiðsákvæðum laga um fiskeldi eða ákvæðum náttúruverndarlaga.
Í niðurstöðu nefndarinnar segir að útgáfa leyfisins fari ekki gegn markmiðsákvæðum laga um fiskeldi eða ákvæðum náttúruverndarlaga. Vísir/Sigurjón
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð og hafnað kröfu um að ógilda ákvörðun Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að veita Artic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Svo segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Í úrskurði sínum vísar nefndin frá kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands, náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi og veiðiréttarhafa í Haffjarðará og Laxá á Ásum, þar sem þessir aðilar voru ekki taldir eiga aðild að málinu. Aðrir kærendur, sem voru einstaklingar og veiðiréttarhafar á Vestfjörðum, voru hins vegar taldir eiga aðild að málinu á grundvelli laga um úrskurðarnefndina.

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að útgáfa leyfisins fari ekki gegn markmiðsákvæðum laga um fiskeldi eða ákvæðum náttúruverndarlaga. Nefndin taldi að málsmeðferð stofnunarinnar við útgáfu leyfisins hafi verið í samræmi við lög sem um útgáfuna gilda.

Úrskurðinn í heild má lesa hér.


Tengdar fréttir

Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands

Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×