Innlent

Pawel verður forseti borgarstjórnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pawel (lengst til hægri) í aðdraganda myndunar meirihluta í borginni í fyrra.
Pawel (lengst til hægri) í aðdraganda myndunar meirihluta í borginni í fyrra. Vísir/Vilhelm
Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar, verður kjörinn nýr forseti borgarstjórnar til eins árs frá og með deginum í dag. Hann tekur við embættinu af Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata.Núverandi borgarstjórn kom saman til fyrsta fundar þann 19. júní í fyrra. Var Dóra Björt þá kjörin forseti borgarstjórnar til eins árs. Fundur borgarstjórnar stendur nú yfir í ráðhúsinu og er meðal tillagna, undir liðnum Kosningar í ráð og nefndir, að Pawel verði kjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.