Innlent

Pawel verður forseti borgarstjórnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pawel (lengst til hægri) í aðdraganda myndunar meirihluta í borginni í fyrra.
Pawel (lengst til hægri) í aðdraganda myndunar meirihluta í borginni í fyrra. Vísir/Vilhelm

Pawel Bartoszek, borgarfullrúi Viðreisnar, verður kjörinn nýr forseti borgarstjórnar til eins árs frá og með deginum í dag. Hann tekur við embættinu af Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata.

Núverandi borgarstjórn kom saman til fyrsta fundar þann 19. júní í fyrra. Var Dóra Björt þá kjörin forseti borgarstjórnar til eins árs. Fundur borgarstjórnar stendur nú yfir í ráðhúsinu og er meðal tillagna, undir liðnum Kosningar í ráð og nefndir, að Pawel verði kjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.