Innlent

Segir bændur og afurðastöðvar ekki taka mark á eigin kjötáróðri

Ari Brynjólfsson skrifar
Búið er að úthluta um helmingi tollkvóta fyrir innflutning á kjöti.
Búið er að úthluta um helmingi tollkvóta fyrir innflutning á kjöti. Nordicphotos/Getty

Innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið úthlutað nærri helmingi alls tollkvóta fyrir innflutning á kjöti. Hlutfallið er tæpt 91 prósent í svínakjöti og tæp 60 prósent í alifuglakjöti.

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þetta sýna að bændur og afurðastöðvar taki ekki mark á eigin áróðri.

Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

„Í orði eru þessi fyrirtæki og samtök þeirra að segja að það sé rosalega hættulegt að flytja inn kjöt frá löndum Evrópusambandsins. Hingað til hefur ekki verið gerður neinn greinarmunur á því hvaðan það kemur. Í verki hafa þau, rétt eins og aðrir innflytjendur, engar áhyggjur af heilsufarsáhrifum eða öðrum áhrifum þess innflutnings. Enda engin ástæða til,“ segir Ólafur Stephensen.

Telur Ólafur að bændur og afurðastöðvar ættu að taka höndum saman við aðra innflytjendur til að tryggja matvælaöryggi og hagstætt rekstrarumhverfi í stað þess að halda uppi málflutningi um að óhindraður innflutningur auki hættu á sýklalyfjaónæmi.

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, sagði í við Fréttablaðið í maí að afurðastöðvar sem hann þekkti til flyttu inn heilnæmara kjöt en hægt væri að fá annars staðar innan ESB. Ólafur gefur lítið fyrir þetta.

„Það er enginn munur á innflytjendum sem tilheyra íslenskum landbúnaði og öðrum þegar kemur að því.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.