Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Ari Brynjólfsson skrifar 8. júní 2019 07:15 “Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið.” Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira