Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með mjöldrunum tveimur, Litlu-Hvít og Litlu-Grá, lenda á Keflavíkurflugvelli í morgun en ferðalag þeirra heldur áfram fram á kvöld til Vestmannaeyja.

Rætt verður við Björn Jón Bragason, sem telur að dómsmálaráðuneytið hefði átt að áminna Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, vegna samskipta sem hann upplifði sem hótanir í sinn garð. Segir hann afgreiðslu ráðuneytisins ófullnægjandi.

Í fréttatímanum skoðum við einnig náttúruspjöll á Helgafelli og hittum arkarann Evu sem gengur hringinn í kringum landið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.