Innlent

Ný rennibraut og kaldur pottur í endurbættri Breiðholtslaug

Andri Eysteinsson skrifar
Þetta svæði Breiðholtslaugar hefur nú verið endurbætt. Köldum potti hefur verið komið fyrir við eimbað laugarinnar.
Þetta svæði Breiðholtslaugar hefur nú verið endurbætt. Köldum potti hefur verið komið fyrir við eimbað laugarinnar. Vísir/Eyþór
Kulda- og rennibrautaróðir Breiðhyltingar og nærsveitungar þeirra geta tekið gleði sína á ný því í hverfissundlauginni, Breiðholtslaug við Austurberg, hefur verið tekinn í notkun kaldur pottur auk endurbættrar rennibrautar.

Framkvæmdir hófust í nóvember á síðasta ári og var rennibrautum lokað þá, í fyrstu var stefnt á opnun nýrrar rennibrautar 20.desember og kalda pottsins snemma á árinu. Annað átti þó eftir að koma á daginn.

Framkvæmdum er nú lokið og var endurbætt Breiðholtslaug opnuð í dag. Þá verða sett upp leiktæki með tartan undirlagi á bakka laugarinnar en vinna við þau heldur áfram næstu daga.

Mikil aðsókn var í laugina og voru kaldi potturinn og gula rennibrautin vinsælir áfangastaðir laugargesta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×