Innlent

Grillaði grillið

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Slökkviliðið að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðið að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm
Eldur kom upp í garði í Vesturbænum í gær þar sem kviknað hafði hressilega í gasgrilli. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og gekk greiðlega að slökkva í grillinu sem skíðlogaði. 

„Það logaði hressilega í gasgrilli. Við skrúfuðum fyrir kútinn,“ sagði talsmaður slökkviliðsins í samtali við Fréttablaðið.

„Það var bara verið að elda á grillinu. Það tók svona 30 sekúndur, skrúfa fyrir kútinn og málið var afgreitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×