Lífið

Friðrik Dór og Lísa selja einbýlishúsið: „Fáránlegt að við séum að selja“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Dór og Lísa Hafliðadóttir færa sig um set.
Friðrik Dór og Lísa Hafliðadóttir færa sig um set. Myndir/fasteignaljósmyndun.is

„Ég og stelpurnar ætlum að færa okkur aðeins um set í Firðinum fagra og því er Hraunbrúnin okkar góða komin á sölu,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson í stöðufærslu á Facebook en hann og Lísa Hafliðadóttir hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 59,9 milljónir en eignin er 116 fermetrar og var húsið byggt árið 1943.

„Hér er dýrðlegt að drekka morgunbollann á pallinum, stutt í nýja ærslabelginn á Víðistaðatúni, skóla og leikskóla og auðvitað stutt í miðbæinn okkar fagra. Ég sé það núna þegar ég skrifa þennan texta að það er í raun fáránlegt að við séum að selja.“

Húsið er mikið endurnýjað fjögurra herbergja einbýlishús á góðum stað en eignin er á þremur hæðum.

Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi en hér að neðan má sjá myndir af húsi hjónanna.

Mikið endurnýjað einbýlishús í Hafnarfirði.
Falleg borðstofa og eldhús í opnu rými.
Sjónvarpsholið skemmtilegt hjá Frikka og Lísu.
Smekklegt hjónaherbergi.
Stórglæsilegt eldhús.
Pallurinn og garðurinn algjörlega upp á tíu.
Baðherbergið snyrtilegt og undir súð.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.