Innlent

Brenndist illa í leðjupytt við myndatöku

Birgir Olgeirsson skrifar
Brenndist frá tám og upp að hné.
Brenndist frá tám og upp að hné. Vísir/Vilhelm
Flytja þurfti erlendan ferðamann á Landspítala um síðustu helgi eftir að hann hafði stigið ofan í leðjupytt við Engjahver og brennt sig á fæti. Maðurinn var við stuttmyndatöku ásamt leiðsögumanni, þegar sá fyrrnefndi gekk aftur á bak og lenti ofan i sjóðheitum pyttinum. Hann brenndist frá tám og upp að hné.Björgunarsveit, lögreglan á Suðurnesjum og sjúkraflutningamenn mættu á slysstað og var manninum komið eins fljótt og unnt reyndist undir læknis hendur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.