Innlent

Brenndist illa í leðjupytt við myndatöku

Birgir Olgeirsson skrifar
Brenndist frá tám og upp að hné.
Brenndist frá tám og upp að hné. Vísir/Vilhelm

Flytja þurfti erlendan ferðamann á Landspítala um síðustu helgi eftir að hann hafði stigið ofan í leðjupytt við Engjahver og brennt sig á fæti. Maðurinn var við stuttmyndatöku ásamt leiðsögumanni, þegar sá fyrrnefndi gekk aftur á bak og lenti ofan i sjóðheitum pyttinum. Hann brenndist frá tám og upp að hné.

Björgunarsveit, lögreglan á Suðurnesjum og sjúkraflutningamenn mættu á slysstað og var manninum komið eins fljótt og unnt reyndist undir læknis hendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.