Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forsætisráðherra bauð í dag formönnum stjórnarandstöðuflokkanna að fresta þrætumálum, líkt og þriðja orkupakkanum, fram á sérstakt þing í ágúst.

Hún segir að tilboðið hafi ekki hlotið góðar viðtökur og því sé líklegt að þingstörf standi yfir fram á sumar. Formaður Miðflokksins telur þó að önnur niðurstaða gæti fengist í málið á næstunni.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um dönsku kosningarnar en von er á fyrstu útgönguspá klukkan 18 og verður fréttamaður okkar staddur á kosningavöku í Norræna húsinu. Fjallað verður um rafrettur en nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum.

Við hittum einnig brjálaða gæs í Breiðholti og ungan mann sem ætlar að ganga hringinn í kringum landið með hjólbörur.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttatíma klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×