Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu viku saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við fjármálastjóra embættisins.

Í fréttatímanum verður einnig farið yfir úrslit þingkosninganna í Danmörku. Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboðið.

Við fjöllum um málefni fólks með heilaskaða, skoðum fimm hæða nýbyggingu Hafrannsóknarstofnunar í Hafnarfirði og lítum til veðurs - en sólarmet hefur nú þegar verið slegið í júnímánuði í samanburði við júní í fyrra.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×