Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að tryggingasvik eru vaxandi vandamál hér á landi en þau eru um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. Brotin eru ekki augljós og erfitt að uppræta. Setja á af stað átak til að taka á tryggingasvikum.

Við ræðum við dómsmálaráðherra um ásakanir þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð.

Við segjum líka frá því að veikleikar í fjármálastjórn kalli ekki síður á endurskoðun fjármálastefnunnar en fyrirséður efnhahagsskellur, að mati fjármálaráðs. Verklag við stefnumörkun í opinberum fjármálum hafi ekki verið nógu vandað. Í nýju áliti sem var skilað til fjárlaganefndar í morgun segir að samdrátturinn gæti orðið skarpari og lengri en spá Hagstofu Íslands segir til um.

Við kíkjum á Bessastaði þar sem húsgögnum suðurstofu Bessastaða var skipt út. Flest eru þau ensk að uppruna en í ljósi þess frábæra árangurs sem íslenskir hönnuðir hafa náð við gerð á húsgögnum á undanförnum áratugum má segja að tímabært sé að helga einn af sölum Bessastaða íslenskri hönnun og húsgagnagerð og við verðum á Selfossi þar sem bæjarhátíðin Kótelettan hefst í kvöld en helgin sem nú er að ganga í garð er ein stærsta ferðahelgi ársins.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem verða á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, í opinni dagskrá, klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×