Árangur lokuskiptaaðgerða svipaður hjá konum og körlum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. maí 2019 06:00 Ósæðarlokuskipti á Landspítala, þar sem komið er fyrir lífrænni ósæðarloku úr gollurshúsi kálfs. HÍ Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsli í ósæðarloku hjartans en karlar, þá er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum íslenskra vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands. Í rannsókninni var í fyrsta sinn kannað hver árangur ósæðalokuskiptaaðgerða er hjá konum hérlendis og hann borinn saman við árangur af sams konar aðgerðum hjá körlum. Alls tóku 428 sjúklingar þátt í rannsókninni en allir gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala á árunum 2002 til 2013. Þrenging í ósæðarloku er næstalgengasti hjartasjúkdómurinn sem meðhöndlaður er með opinni skurðagerð á eftir kransæðaþrengslum. Lokuþrengsli þeirra kvenna sem tóku þátt í aðgerðinni voru almennt alvarlegri en karlanna. Engu að síður var árangur af aðgerðunum svipaður hjá báðum kynjum og átti það bæði við um snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Einnig reyndist langtímalifun kvenna sambærileg og hjá körlum en í kringum 80% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir aðgerð sem þykir ágætur árangur fyrir sjúklinga á þessum aldri. Af heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni voru konur aðeins 35 prósent og meðalaldur þeirra 72 ár, en hjá körlum 70 ár. Þetta vekur upp spurningar hvort töf verði á greiningu sjúkdómsins hjá konum og þeim síður boðið upp á lokaskiptaaðgerð. Rannsóknir í öðrum löndum hafa leitt í ljós svipaðar niðurstöður og er skýringin oftast talin liggja í ódæmigerðum einkennum kvenna sem geta tafið greiningu og meðferð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsli í ósæðarloku hjartans en karlar, þá er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum íslenskra vísindamanna og nemenda við Háskóla Íslands. Í rannsókninni var í fyrsta sinn kannað hver árangur ósæðalokuskiptaaðgerða er hjá konum hérlendis og hann borinn saman við árangur af sams konar aðgerðum hjá körlum. Alls tóku 428 sjúklingar þátt í rannsókninni en allir gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala á árunum 2002 til 2013. Þrenging í ósæðarloku er næstalgengasti hjartasjúkdómurinn sem meðhöndlaður er með opinni skurðagerð á eftir kransæðaþrengslum. Lokuþrengsli þeirra kvenna sem tóku þátt í aðgerðinni voru almennt alvarlegri en karlanna. Engu að síður var árangur af aðgerðunum svipaður hjá báðum kynjum og átti það bæði við um snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Einnig reyndist langtímalifun kvenna sambærileg og hjá körlum en í kringum 80% sjúklinga voru á lífi fimm árum eftir aðgerð sem þykir ágætur árangur fyrir sjúklinga á þessum aldri. Af heildarfjölda þátttakenda í rannsókninni voru konur aðeins 35 prósent og meðalaldur þeirra 72 ár, en hjá körlum 70 ár. Þetta vekur upp spurningar hvort töf verði á greiningu sjúkdómsins hjá konum og þeim síður boðið upp á lokaskiptaaðgerð. Rannsóknir í öðrum löndum hafa leitt í ljós svipaðar niðurstöður og er skýringin oftast talin liggja í ódæmigerðum einkennum kvenna sem geta tafið greiningu og meðferð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira