EBU segir tvær vikur í ákvörðun hugsanlegrar refsingar vegna Hatara Sighvatur Jónsson skrifar 20. maí 2019 12:30 Við stigagjöf í Eurovision veifuðu meðlimir Hatara borðum í fánalitum Palestínu. Mynd/Skjáskot af vef RÚV Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið. Eurovision Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) ákveður ekki fyrr en eftir tvær vikur mögulega refsingu vegna framkomu Hatara í úrslitum Eurovision keppninnar á laugardag. Á næsta fundi framkvæmdastjórnar keppninnar verður fjallað um að liðsmenn Hatara veifuðu borðum í fánalitum Palestínu í sjónvarpsútsendingu keppninnar. EBU sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins um helgina. Þar var ítrekað að Eurovision væri ekki vettvangur fyrir pólitík. Birting Hatara á palestínskum borðum hafi verið brot á reglum keppninnar. Eftirmál atviksins verði rædd hjá framkvæmdastjórn keppninnar að henni lokinni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra talaði um yfirlýsingu EBU í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Mér finnst brýnt á þessu stigi málsins að málið fái efnislega umfjöllun. Svo sjáum við hvað setur og hvernig við bregðumst við,“ sagði Lilja.Ákvörðun um mögulega refsingu Í skriflegu svari EBU við fyrirspurn fréttastofu í morgun segir að framkvæmdastjórnin ræði málið á næsta fundi eftir um tvær vikur. Þá verði tekin ákvörðun um mögulega refsingu. Ekki hefur borist frekara svar frá EBU um nákvæma dagsetningu fundar framkvæmdastjórnar keppninnar.The reference group will discuss at their next meeting and a decision in regards to any potential sanctions will be made then. This will be in a couple of weeks.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri eru ósammála um möguleg viðbrögð EBU við uppátæki Hatara í lokakeppni Eurovision.RÚV ekki fengið formleg viðbrögð Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð frá EBU vegna málsins. „Við bara sjáum hvort það verður og þá hvað,“ segir Magnús Geir. Hann kveðst rólegur yfir málinu þótt ákvörðun verði ekki tekin af hálfu EBU fyrr en eftir um hálfan mánuð. „Þetta var atvik sem kom á óvart, kom okkur á óvart eins og flestum öðrum. Það hefur svo sem í nokkurra áratuga sögu Eurovision eitt og annað gerst og ýmsum fánum verið flaggað þannig að við skulum bara bíða og sjá hvort það verði einhver eftirmál og þá hver.“ Hatari skrifaði undir samning við RÚV um að fylgja settum reglum EBU varðandi þátttöku í Eurovision. „Það er alveg rétt að það eru reglur sem gilda um keppnina og RÚV skuldbindur sig til að fara eftir þeim og keppendur sem keppa fyrir hönd RÚV sömuleiðis. En fyrst og fremst á þessum tímapunkti erum við gríðarlega stolt af framlagi Íslands, framlaginu sem þjóðin valdi.“Þannig að þú ert sáttur við atriðið í heild sinni? „Ég er mjög sáttur við framlag Íslands þetta árið. Mér finnst gaman að þjóðir tefli þarna fram afgerandi atriði með flottum listamönnum. Það er eðli þeirra að liggja mikið á hjarta og spyrja spurninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að stjórn EBU myndi beita viðurlögum til að sýna fram á að uppátæki að hætti Hatara verði ekki liðið.
Eurovision Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira