Innlent

Miðflokksmenn stóðu næturvaktina fram undir morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Þór Þorvaldsson stendur vaktina sem varamaður Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins.
Jón Þór Þorvaldsson stendur vaktina sem varamaður Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins. Alþingi
Uppfært:



Þingfundi, sem hófst klukkan 15 í gær, var slitið klukkan 5:42 í morgun. Næsti þingfundur er fyrirhugaður klukkan 13:30 í dag. 

Hér má sjá upprunalegu fréttina.

Þingmenn Miðflokksins eru einir á mælendaskrá um þriðja orkupakkann sem stendur enn yfir á Alþingi þegar klukkan er farin að ganga tvö. Umræða hefur staðið í á ellefta tíma.

Þingmenn Miðflokksins hafa áður staðið fyrir málþófi um þriðja orkupakkann sem nýtur stuðnings meirihluta alþingis. Skiptast þingmenn Miðflokksins á að stíga í pontu og svara ræðum hvers annars.

Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður, Þorsteinn Sæmundsson, Jón Þór Þorvaldsson, Birgir Þórarinsson og Bergþór Ólason standa vaktina fyrir hönd Miðflokksins og verður fróðlegt að sjá hve lengi þingfundurinn stendur.

Steingrímur J. Sigfússon stendur vaktina við fundarstjórn sem forseti Alþingis.

Tillagan um þriðja orkupakkann var afgreidd úr utanríkismálanefnd fyrir viku. Kvörtuðu þingmenn Miðflokksins við það tilefni yfir meðferð málsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þó að nefndin hefði unnið vel að málinu og fengið til sín fjölda gesta.

Fylgjast má með umræðunni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×