Lífið

Heilbrigt líferni minnkar áhættu á vitglöpum

Sólrún Freyja Sen skrifar
Það sem er gott fyrir hjartað er líka gott fyrir heilann
Það sem er gott fyrir hjartað er líka gott fyrir heilann
Ný viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mæla með sérstökum aðgerðum til að minnka áhættuna á vitsmunalegri hrörnum og vitglöpum.

Samkvæmt viðmiðunum, sem gefin voru út í síðustu viku, getur fólk minnkað áhættuna á vitglöpum með því að hreyfa sig reglulega, forðast reykingar og óhóflega notkun áfengis, passa upp á þyngdina, borða hollan mat og viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi og kólesterólmagni.

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðis- stofn­unarinnar, Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, segir að reikna megi með að fjöldi fólks sem greinist með vitglöp muni þrefald­ast á næstu 30 árum. Þess vegna telur hann mikilvægt að finna allar mögulega leiðir til að draga úr áhættunni. Hann segir að þær vísindalegu niðurstöður, sem nýju viðmiðin byggja á, staðfesti það sem vísindamenn hafi lengi grunað: Að það sem er gott fyrir hjartað sé líka gott fyrir heilann.

Hinum nýju viðmiðum er ætlað að miðla þekkingu til heilbrigðisstarfsfólks svo það geti leiðbeint sjúklingum um leiðir til að fyrirbyggja vitsmunalega hrörnum. Viðmiðin munu einnig gagnast ríkisstjórnum og heilbrigðisyfirvöldum við stefnumótun og þróun úrræða sem hvetja til heilbrigðs lífsstíls.

Að fækka áhættuþáttum vitglapa er með mörgum aðgerðum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hrint í framkvæmd til að bregðast við vitglöpum. Aðrar aðgerðir eru til dæmis aukin fræðsla og betri greining, meðferð og umönnun og stuðningur við aðstandendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×