Innlent

Mjótt á munum hjá Rafiðnarsambandi Íslands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson, hér fyrir miðju, er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, hér fyrir miðju, er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Vísir/Vilhelm

Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna í viðræðum við Samtök atvinnulífsins liggja fyrir. Aðeins munaði rúmu einu prósenti á þeim sem sögðu já hjá Rafniðnarsambandi Íslands og þeim sem sögðu nei.

Alls hafa fimm félög í samfloti í viðræðunum, GRAFÍA, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Félag hársnyrtinema samþykkt samninginn.

Samningurinn var samþykktur með afgerandi hætti hjá öllum félögum, að undanskildu Rafniðnaðarsambandi þar sem 49 prósent kusu með samningnum en 47,6 prósent sögðu nei. 3,3 prósent tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 47,97 prósent en alls greiddu 1.173 af 3.571 félagsmanni atkvæði.

94,1 prósent þeirra sem kusu hjá Grafíu sögðu já, 90,2 prósent hjá Félagi hársnyrtineuma 78,8 prósent hjá Matvís og 70,76 hjá Félagi vélstjóra og málmæknimanna.


Tengdar fréttir

Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann

Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.