Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig, kúgað hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgað henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verkefnastjóra í Bjarkarhlíð sem segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá nýrri rannsókn UNICEF. Niðurstaða hennar er að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina.

Þingfundur í gær er talinn sá lengsti í sögunni. Við fjöllum um málþóf Miðflokksmanna á Alþingi vegna þriðja orkupakkans og ræðum við dósent í hagfræði sem telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um lækkun vaxta um hálft prósentustig marki ákveðin tímamót við framkvæmd peningastefnunnar í niðursveiflu.

Einnig segjum við frá spennunni á Selfossi en handboltalið bæjarins getur í kvöld orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni.

Þetta og fjölmargt fleira í stútfullum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.