Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig, kúgað hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgað henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verkefnastjóra í Bjarkarhlíð sem segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa.Í fréttatímanum segjum við einnig frá nýrri rannsókn UNICEF. Niðurstaða hennar er að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. UNICEF krefst þess að stofnað verði ofbeldisvarnarráð til þess að greina þróunina.Þingfundur í gær er talinn sá lengsti í sögunni. Við fjöllum um málþóf Miðflokksmanna á Alþingi vegna þriðja orkupakkans og ræðum við dósent í hagfræði sem telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um lækkun vaxta um hálft prósentustig marki ákveðin tímamót við framkvæmd peningastefnunnar í niðursveiflu.Einnig segjum við frá spennunni á Selfossi en handboltalið bæjarins getur í kvöld orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögunni.Þetta og fjölmargt fleira í stútfullum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.