Innlent

Umferðartafir víða um borg í veðurblíðunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þessi mynd er tekin af Suðurlandsbraut á sjötta tímanum.
Þessi mynd er tekin af Suðurlandsbraut á sjötta tímanum. Vísir/Egill

Umferðin var þung á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis, líkt og meðfylgjandi myndir sýna. Á Suðurlandsbraut náði bílaröðin langt í austur og þá var töluverð stappa í allar áttir við Skeifuna.

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að ýmislegt geti gert það að verkum að umferðin verði svo þung. Í fyrsta lagi myndist alltaf tafir á háannatíma þegar fólk er á leið úr vinnu. Þá hafi malbikunarframkvæmdir einnig stuðlað að töfum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Ómar segir jafnframt aðspurður að vel geti verið að góða veðrið á suðvesturhorninu geti spilað þarna inn í og borgarbúar þannig mögulega að flykkjast úr vinnu á sama tíma til að njóta síðustu sólargeislanna.

Svona var umhorfs við Metro í Skeifunni nú síðdegis. Vísir/Egill


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.